Nýlega auglýsti félagið eftir þjónustufulltrúa á Dalvík og bárust tíu umsóknir um starfið. Capacent sá um ráðningarferlið og tók forviðtöl við sex einstaklinga. Fjórir einstaklingar mættu í annað viðtal. Allt voru þetta mjög hæfir umsækjendur en að lokum var ákveðið að bjóða Írisi Hauksdóttur starfið. Hún er 27 ára Dalvíkingur og er nýlega útskrifuð frá Bifröst.
Íris hóf störf í morgun, 1. desember, og segist hlakka til að takast á við þau verkefni sem hennar bíða hjá félaginu. Freydís Antonsdóttir, sem starfað hefur fyrir félagið á Dalvík frá því í maí 2008, mun vera með henni á skrifstofunni út þessa viku.