Eining-Iðja, í samstarfi við SÍMEY, býður félagsmönnum upp á IPAD framhaldsnámskeið. Námskeiðið er fyrir IPAD notendur þar sem gert er ráð fyrir að viðkomandi hafi notað IPAD í einhvern tíma. Hugmyndin er að skerpa á stillingum og kenna á ný öpp. Þátttakendur koma með sínar eigin spjaldtölvur.
Námskeiðið er ókeypis
Kennsla fer fram í SÍMEY, Þórsstíg 4, þriðjudaginn 24. febrúar milli kl. 17:00 og 19:30 og laugardaginn 28. febrúar milli kl 10:00 og 13:00
Kennari verður Dóróthea Jónsdóttir tölvunarfræðingur
Hámarksfjöldi 12
Skráning fer fram á skrifstofu félagsins á Akureyri og í síma 460 3600
Skráningu lýkur kl. 16 föstudaginn 20. febrúar nk.