Ingvar endurkjörinn formaður Iðnaðar- og tækjadeildar

Ingvar var á fundinum endurkjörinn formaður Iðnaðar- og tækjadeildar til næstu tveggja ára.
Ingvar var á fundinum endurkjörinn formaður Iðnaðar- og tækjadeildar til næstu tveggja ára.

Í gær fór fram aðalfundur Iðnaðar- og tækjadeildar. Góð mæting var á fundinn sem, vegna aðstæðna í þjóðfélaginu, var rafrænn þetta árið.

Í byrjun fundar flutti Ingvar Kristjánsson, formaður deildarinnar, skýrslu stjórnar, og að því loknu var gengið til kosninga um stjórnarmenn deildarinnar. Kjósa þurfti um fimm af níu stjórnarmönnum deildarinnar.

Kosið var til tveggja ára um formann, ritara og þrjá meðstjórnendur.

Ingvar bauð sig áfram fram sem formaður, Gunnar Magnússon sem ritari og Eggert Hákonarson, Óðinn Björnsson og Halldóra Vilhjálmsdóttir buðu sig fram sem meðstjórnendur.  Engin mótframboð bárust og því voru þau sjálfkjörin.

Fyrir í stjórn voru Svavar Magnússon varaformaður og meðstjórnendurinir Rannveig Kristmundsdóttir, Símon Hrafn Vilbergsson og Þormóður Sigurðsson.

Formenn og varaformenn deilda sitja í aðalstjórn félagsins.