Ingibjörg sæmd gullmerki félagsins

Á aðalfundi félagsins sem fram fór í apríl voru þrír félagsmenn sæmdir gullmerki félagsins. Ein þeirra, Ingibjörg Ólafsdóttir, átti ekki heimangengt og gat því ekki tekið við merkinu. Í gær fór formaður félagsins til Fjallabyggðar og afhenti Ingibjörgu merkið á skrifstofu félagsins að viðstöddu fjölmenni, en þar fór fram kaffiveisla í tilefni af 1. maí.

Ingibjörg Ólafsdóttir:

Hún starfaði mikið fyrir Verkalýðsfélagið Vöku á Siglufirði sem trúnaðarmaður og sat auk þess í stjórnum og ráðum þess. Eftir sameiningu félaganna hefur hún verið trúnaðarmaður hjá Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar auk þess að vera í trúnaðarráði og samninganefnd félagsins.