Ingibjörg María áfram varaformaður Opinberu deildar félagsins

Ingibjörg María Ingvadóttir var kjörin aftur sem varaformaður Opinberu deildar félagsins til næstu t…
Ingibjörg María Ingvadóttir var kjörin aftur sem varaformaður Opinberu deildar félagsins til næstu tveggja ára

Í gær fór fram aðalfundur Opinberu deildar félagsins. Í byrjun fundar flutti Guðbjörg Helga Andrésdóttir, formaður deildarinnar, skýrslu stjórnar og að því loknu var gengið til kosninga um stjórnarmenn deildarinnar. Kjósa þurfti um fimm af níu stjórnarmönnum deildarinnar. Kosið var til tveggja ára um varaformann og þrjá meðstjórnendur. Einnig þurfti að kjósa um einn meðstjórnanda til eins árs.

Úr stjórn áttu að ganga Ingibjörg María Ingvadóttir varaformaður og meðstjórnendurnir Ágústa Ósk Guðnadóttir, Halldór Ari Brynjólfsson og Signý Aðalsteinsdóttir.

Ágústa og Halldór voru búin að ákveða að gefa ekki kost á sér áfram í stjórn deildarinnar. Ingibjörg María gaf áfram kost á sér í embætti varaformanns og Signý gaf kost á sér áfram sem meðstjórnandi. Sylvía Ösp Hauksdóttir og Helgi Garðar Skjaldarson gáfu kost á sér sem meðstjórnendur. Bergur Þór skipti um vinnu og fór í annað félag á tímabilinu og því þurfti að kjósa einn meðstjórnanda til eins árs og bauð Valdimar Friðjón Jónsson sig fram í embættið. Engin mótframboð bárust og voru þau því öll sjálfkjörin.

Fyrir í stjórn til aðalfundar 2023 eru Guðbjörg Helga Andrésdóttir formaður, Guðrún Valdís Eyvindsdóttir ritari og meðstjórnendurnir Andreea Georgiana Lucaci og Ólöf María Olgeirsdóttir.

 

Í næstu stjórn verða því eftirfarandi stjórnarmenn

Til aðalfundar 2023

  • Formaður:                Guðbjörg Helga Andrésdóttir, Þjónustukjarninn Borgargili
  • Ritari:                        Guðrún Valdís Eyvindsdóttir, Naustaskóli
  • Meðstjórnandi        Andreea Georgiana Lucaci, Hlíð
  • Meðstjórnandi        Valdimar Friðjón Jónsson, Hæfingarstöðin Skógarlundi
  • Meðstjórnandi        Ólöf María Olgeirsdóttir, Heimaþjónusta Akureyrar

Til aðalfundar 2024

  • Varaformaður        Ingibjörg María Ingvadóttir, Dalvíkurskóli
  • Meðstjórnandi       Signý Aðalsteinsdóttir, Sjúkrahúsið á Akureyri
  • Meðstjórnandi       Helgi Garðar Skjaldarson, Vegagerðin
  • Meðstjórnandi       Sylvía Ösp Hauksdóttir, Naustatjörn
Formenn og varaformenn deilda sitja í aðalstjórn félagsins.
 
Í lok fundar sagði Guðbjörg formaður deildarinnar: „Ágætu félagar ég þakka fyrir það traust sem okkur er sýnt að treysta okkur fyrir deildinni og munum við reyna að gera okkar besta til að starf deildarinnar verði sem best en það mun litast á næsta starfsári að undirbúningi að gerð samninga. Það er mikilvægt að félagsmenn nýti sér þá möguleika sem þeir hafa til að taka þátt og hafa áhrif á kröfugerð félagsins. Að taka þátt og móta stefnuna er mikilvægt fyrir hvern og einn og mun deildinn vinna málin í gegnum trúnaðarmannakerfi félagsins en innan deildarinnar okkar er mjög margir trúnaðarmenn og lang flestir mjög virkir. En nú er verk að vinna og tökum þátt. Að lokum vil ég þakkar þeim sem láta af störfum í stjórn deildarinnar. Einnig bíð ég nýja stjórnarmenn velkomna til starfa. Að lokum óska ég öllum velfarnaðar  á komandi starfsári og segir fundi slitið.“