Í þættinum Okkar á milli á Rás 1 í morgun ræddi Pétur Halldórsson við Þorstein E. Arnórsson, þjónustufulltrúa iðnaðar- og tækjadeildar stéttarfélagsins Einingar-Iðju á Akureyri.
Þorsteinn þekkir vel sögu iðnaðar á Akureyri, einkum á seinni hluta tuttugustu aldar. Hann er alinn upp í þessu umhverfi og fáir kunna betur skil en hann á starfsemi Sambandsins á Gleráreyrum. Þar eru öll ummerki um hinn mikla iðnað horfin en í staðinn komin verslunarmiðstöðin Glerártorg sem sýnir vel hvernig hlutverk Akureyrar sem þjónustustaðar hefur aukist en iðnaðurinn minnkað. Iðnaðurinn er þó langt í frá horfinn og Þorsteinn sagði frá stöðu hans nú en ræddi líka um Iðnaðarsafnið þar sem sagan er geymd, hagsmunamál starfsfólks í iðnaði og fleira.