Iðnaðarsafnið opnað á ný eftir breytingar

Næstkomandi laugardag, þann 7. febrúar, verður Iðnaðarsafnið opnað á ný eftir allmiklar breytingar og lagfæringar á sýningaraðstöðunni. Þó verður ytri salur efri hæðar lokaður en um sinn. Eftirfarandi vísa á nokkuð vel við það sem til sýnis er.

Buxur,vesti, brók og skó
bætta sokka nýta,
húfutetur, hálfsklút þó,
háleistana hvíta. 

Það er margt annað að sjá eins og þeir vita sem komið hafa í heimsókn á safnið, svo sem smjörlíkisgerðarvél, rennibekk, saumavélar og áhöld til úrsmíða. Saxbauta, Santos kaffi og Flóru smjörlíki, einnig úr fata- og skóframleiðslu ásamt ýmsu fleiru.

 

Opið verður milli kl. 14 og 16 á laugardögum í vetur.