Hverjir eru á myndunum?

Enn leitum við til ykkar um hjálp að þekkja fólk á ljósmyndum sem birtast eiga í sögu Einingar-Iðju. Endilega hafið samband við skrifstofu Einingar-Iðju á Akureyri eða sendið ábendingar um nöfn á steini@ein.is.

Með bestu keðjum og þökk, ritnefnd sögu Einingar-Iðju.

-1- Hér þekkjum við Tryggva Helgason og Björn Hermannson (Bubba Hermanns) en hver er þriðji maðurinn?

-2- Myndin er tekin á Dagverðareyri í júní 1967. Ásta Jóhanna Þorláksdóttir er til vinstri. Sigurrós Matthea Sigurjónsdóttir belgir út kinnar. En hver er stúlkan í miðjunni?

-3- „Tekið til hendi í garðinum við félagsheimili Iðju í Brekkugötu 34. Fremst standa, talið frá vinstri: Ingiberg Jóhannsson með pensil í hendi, Lilja Jóhannsdóttir, Valdemar Thorarensen, Guðmundur Karl Jónsson og Höskuldur Stefánsson. Fyrir aftan þau eru Birna Guðjónsdóttir, karlinn óþekktur, barnið óþekkt, Þorbjörg Brynjólfsdóttir, Sigurður Oddsson frá Glerá og Jóna Berta Jónsdóttir.“

Nú er spurt; (a) eiga nöfn og andlit saman (b) hvað heita hinir óþekktu?