Hvað hafa Hagkaup, Kostur, Nóatún og Víðir að fela fyrir neytendum?

Vert er að benda á frétt á heimasíðu ASÍ þar sem sagt er frá því að miðstjórn ASÍ lýsir yfir vonbrigðum sínum með að nokkrar verslanir hafi vísað verðtökufólki frá Verðlagseftirliti ASÍ út úr verslunum sínum.

Miðstjórn ASÍ lýsir vonbrigðum með að verslanir Hagkaups, Nóatúns, Kosts og Víðis neiti verðlagseftirliti ASÍ að skrá vöruverð í verslunum sínum. Hvað hafa þær að fela?

Verðlagseftirlit ASÍ hefur um árabil unnið að því að auka upplýsingastreymi til neytenda og efla þannig neytendavitund um leið fyrirtækjum og stofnunum hefur verið veitt aðhald.

Með því að vísa verðlagseftirliti ASÍ á dyr eru Hagkaup, Nóatún, Kostur og Víðir að senda launafólki kaldar kveðjur og ljóst að þessar verslanir ætla ekki að sýna samstöðu í því að halda verðbólgu í skefjum á næstu mánuðum. Miðstjórn ASÍ hvetur launafólk til að sýna aðhald sitt í verki með því að hætta að versla við aðila sem ekki treysta sér til að upplýsa um verðlag í sínum verslunum.