Starfsgreinasambandið hefur gefið út einblöðung fyrir starfsfólk stéttarfélaga og trúnaðarmenn um kynferðislega áreitni og viðbrögð við henni. Einblöðungurinn er hluti af fræðslustarfi sambandins gagnvart stéttarfélögum og trúnaðarmönnum og miðar að því að gera félög betur í stakk búin til að taka á þeim málum sem upp koma.
Í einblöðungnum er fjallað um hvað kynferðisleg áreitni þýðir, þ.e. almennar skilgreiningar og hvaða birtingarmyndir hún hefur. Þá er einnig fjallað um hvernig stéttarfélög geta brugðist við þegar þau fá inn á sitt borð mál sem varða kynferðislega áreitni.