Hvað er betri vinnutími í vaktavinnu?

Með betri vinnutíma í vaktavinnu er stigið eitt stærsta framfaraskref, í að minnsta kosti 50 ár, hvað varðar vinnutíma vaktavinnufólks hjá opinberum launagreiðendum.

Breytingarnar eru fjölþættar og allar þær helstu má finna hér.

Verkefnastjórn betri vinnutíma í vaktavinnu mælir sérstaklega með:

Í kjarasamningum opinberra starfsmanna sem samþykktir voru á vormánuðum 2020 náðist tímamótasamkomulag um styttingu vinnutímans. Breytingar vegna vaktavinnufólks taka gildi 1. maí 2021 en breytingar hjá dagvinnufólki tóku gildi frá 1. janúar 2021. Varðandi dagvinnuna er heimilt að stytta vinnuvikuna um allt að 4 klukkustundir á viku eða úr 40 í 36 virkar stundir. Lágmarksstytting er þó 13 mínútur á dag, eða 65 mínútur á viku. Vinnuvikan fyrir fólk í vaktavinnu styttist úr 40 stundum í 36 virkar stundir á viku, fyrir fullt starf. Frekari stytting í allt að 32 stundir er möguleg og grundvallast á vægi vinnustunda. 

betrivinnutimi.is
Á kynningarvefnum betrivinnutimi.is er farið yfir mögulegar útfærslur á styttingu vinnutíma dagvinnufólks og þær breytingar sem verða á vinnufyrirkomulagi vaktavinnufólks. Á vefnum er einnig leitast við að svara helstu spurningum og veita leiðbeiningar um framkvæmd breytinganna sem eiga að leiða til betri vinnutíma. Þá er einnig að finna svokallaðan vaktareikni sem hægt er að nota til þess að fá betri mynd af því hvaða breytingar nýtt vinnufyrirkomulag getur haft á kjör vaktavinnufólks.