Hurðin læst en samt opið!

Vegna ástandsins í þjóðfélaginu vegna Covid-19 mun félagið eingöngu veita félagsmönnum fjarþjónustu. Þetta er gert með velferð félagsmanna og starfsmanna í huga. Núgildandi reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tók gildi 10. desember 2020 og gildir til og með 12. janúar 2021. Starfsfólkið verður samt á sínum stað og mun sinna erindum félagsmanna í gegnum síma og tölvupóst á hefðbundnum opnunartíma. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Sími félagsins er 460 3600 og netfangið er ein@ein.is.

Hér má finna netföng einstakra starfsmanna. 

Nýlega var starfsfólkinu á Akureyri skipt upp í tvo hópa. Á meðan annar hópurinn sinnir störfum sínum á skrifstofunni mun hinn hópurinn vinna heima. Þessi hópaskipting verður áfram við lýði  til að minnka líkur á að skerða þurfi þjónustuna enn frekar.

Ef erindið er áríðandi og ekki hægt að leysa með símtali eða með rafrænum hætti er hægt að hafa samband og við leysum málið saman.

  • Akureyri         460 3609
  • Dalvík             460 3615
  • Fjallabyggð     460 3620

Skil á gögnum
Hægt er að senda gögn í pósti á skrifstofur félagsins, einnig má setja þau í póstkassa sem finna má við innganginn á skrifstofu félagsins á 2. hæð Alþýðuhússins. Á Dalvík og í Fjallabyggð eru lúgur á hurðunum.

Jafnframt má senda gögnin rafrænt með tilheyrandi fylgiskjölum á ein@ein.is Vinsamlegast sendið bankaupplýsingar umsækjanda, ef við á. 

SJÚKRASJÓÐUR

FRÆÐSLUSTYRKIR

  • Umsóknareyðublöð (þarf að prenta út) má finna hér

Taka má mynd af eyðublaðinu og senda á ein@ein.is ásamt frumriti reiknings sem er á nafni félagsmanns þar sem fram kemur nám/námskeiðslýsing og nafn og  kennitala fræðsluaðila. Ef ekki kemur fram staðfesting á greiðslu á reikningi þarf að skila til viðbótar staðfestingu á greiðslu, t.d. úr heimabanka eða greiðslukvittun frá viðkomandi skóla/fyrirtæki.