Hugmyndasamkeppni um starfsendurhæfingarúrræði fyrir ungt fólk

VIRK efnir til hugmyndasamkeppni um þróun starfsendurhæfingarúrræðis fyrir ungt fólk sem er í þjónustu VIRK en hefur litla sem enga reynslu af vinnumarkaði. 

Markmiðið er að eftir þátttöku stundi unga fólkið vinnu og/eða nám og hafi öðlast betri heilsu, líðan og færni í daglegu lífi.

  • Leitað er úrræðis fyrir ungt fólk aldrinum 18-26 ára sem vegna andlegs og/eða annars heilsufarsvanda hefur ekki getað sinnt námi eða starfi en á möguleika á því með starfsendurhæfingu.
  • Sérstaklega er sóst eftir hugmyndum sem fela í sér tengsl úrræðis við vinnumarkað og/eða nám og sem felur í sér umsjón með einstaklingsmiðaðri áætlun í starfsendurhæfingu.

Veitt verða peningaverðlaun fyrir þrjár bestu hugmyndirnar:

1. sæti 300.000 kr.
2. sæti 200.000 kr.
3. sæti 100.000 kr.

Þá er stefnt að gerð þjónustusamnings um úrræði til tveggja ára með möguleika á áframhaldi samstarfi.

Skilafrestur er til og með 10. apríl 2017.

Fylla skal úr skráningareyðublað sem er PDF-skjal. Mikilvægt er að byrja á að vista það í tölvu, skrifa inn í það, vista aftur og senda síðan í tölvupósti á styrkir@virk.is

Sjá skráningareyðublaðið hér.

Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Bolladóttir verkefnastjóri 535 5700 - ragnhildur@virk.is