Hótelþernur krefjast góðra starfsskilyrða og vinnuumhverfis

Að ræsta á hótelum fylgir mikil streita og er líkamlega erfitt. Margir eru þar að auki í ótryggu ráðningarsambandi. Þann 4. til 11. nóvember 2015 standa samtök starfsfólks á hótelum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, veitingahúsum og í ferðaþjónustu á Norðurlöndum fyrir átaki þar sem beint er sjónum að aðstöðu hótelþerna.

Kastljósinu er beint að vinnuálagi sem hefur aukist mjög hin síðari ár. Margar hótelþernur ná ekki einu sinni að taka kaffitíma. Hið mikla álag hefur líkamlegar afleiðingar og skapar mikla streitu.

Markmið átaksins er að vekja athygli á baráttu herbergisþerna fyrir réttlæti, virðingu og bætt starfsskilyrði. Við mótmælum ósýnileika þeirra og erfiðum starfsskilyrðum. Við hvetjum hinn alþjóðlega hóteliðnað til að viðurkenna vinnuframlag þeirra og réttindi.

Samtök starfsfólks á hótelum, kaffihúsum, skyndibitastöðum, veitingahúsum og í ferðaþjónustu á Norðurlöndum mun kynna aðgerðir í vikunni sem átakið stendur yfir. Hótelþernur á Norðulöndum krefjast góðra starfsskilyrða og vinnuumhverfis.

Vikuna sem átakið stendur yfir standa verkalýðsfélög á Norðurlöndum fyrir vinnustaðaheimsóknum, rafrænni upplýsingamiðlun og vitundarvakningu meðal almennings um starfsskilyrði hótelþerna.

#‎fairhousekeeping ‪#‎shystastädvillkor‪ #‎makemyworkplacesafe

Kynningarbæklingur um átakið (PDF).