Hótel Edda sumarið 2017

Eins og undanfarin sumur mun Eining-Iðja hafa til sölu greiðslumiða fyrir gistingu á öll Edduhótel landsins. Verð miða er kr. 9.500. Hver miði gildir fyrir tvo í gistingu í tveggja manna herbergi með handlaug í eina nótt, en vert er að taka fram að morgunverður er ekki innifalinn. Miðana verður hægt að kaupa á skrifstofum félagsins þegar nær dregur sumri.

Ekki verður dregið frá punktainneign félagsmanna vegna þessara greiðslumiða. Hér er um að ræða ágæta kjarabót því samkvæmt verðlista Edduhótelanna fyrir sumarið 2017 á slíkt herbergi að kosta kr. 17.200. 

Greiðslumiðana má nota á öllum Edduhótelum sem eru 11, hringinn í kring um landið. Gestir sjá sjálfir um að bóka gistingu í gegnum síma eða með tölvupósti og við pöntun þarf að taka fram að greitt verði með gistimiða. Gangið úr skugga við pöntun um að hótelið bjóði upp á herbergi með handlaug.

Uppfærsla, þegar keyptur er miði fyrir herbergi með handlaug:

  • Sé gist í herbergi með baði greiðist aukagjald kr. 9.000 á herbergi.
  • Sé gist í herbergi með baði á Hótel Eddu Plus* greiðist aukagjald kr. 12.500 á herbergi.
  • Einnig má greiða fyrir uppfærslu í hvort sem er herbergi með baði eða Plus herbergi með 2 miðum sem gilda fyrir herbergi með handlaug.
* Hótel Edda Plus eru á Akureyri, Stórutjörnum, Laugum í Sælingsdal, Vík og Höfn.
 

Hér er um að ræða ágæta kjarabót því samkvæmt verðlista Edduhótelanna fyrir sumarið 2017 á slíkt herbergi að kosta kr. 26.200 og á Plus 29.700.

Athugið að ekki er hægt að panta á netinu ef nota á gistimiða. Leyfilegt er að taka með sér 1-2 börn í herbergi án þess að greiða aukalega ef fólk hefur með sér svefnpoka eða rúmföt, en Edduhótelin sjá um að útvega dýnu ef með þarf. Nánari upplýsingar um hótelin má finna á heimasíðunni www.hoteledda.is

Verðlistaverð Edduhótelanna sumarið 2017 er:

  • Tveggja manna herbergi m/handlaug kr. 17.200*
  • Tveggja manna herbergi m/baði kr. 26.200 *
  • Tveggja manna herbergi m/baði PLUS kr. 29.700*
  • Morgunverður á mann kr. 2.300
  • * Þessi verð eru til viðmiðunar fyrir sumarið 2017, geta verið breytileg.