Góðir gestir mættu á skrifstofu félagsins í morgun. Þarna voru á ferð Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Ingibjörg Ólöf Isaksen, oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þau höfðu óskað eftir fundi með fulltrúum stéttarfélaga og annarra í Alþýðuhúsinu.
Góðar umræður urðu á fundinum þar sem þau fengu m.a. að heyra stöðuna á svæðinu og áherslur félaganna í ýmsum málum ásamt því að svara fjölmörgum spurningum. Rætt var m.a. um atvinnumál, húsnæðismál, samgöngumál, lífeyrismál, menntamál, loftslagsmál og fleira.