Í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á matvöru og páskaeggjum sem gerð var 25. mars var Heimkaup oftast með lægsta verðið á matvöru, í 37 tilvikum en Bónus næst oftast, í 32 tilvikum. Hagkaup var oftast með hæsta verðið, í 34 tilvikum en Iceland næst oftast, í 24 tilvikum. Mikill verðmunur var í öllum matvöruflokkum en í 37 tilvikum af 88 var yfir 40% munur á hæsta og lægsta verði á matvöru (dagvöru) í könnuninni en þar af var verðmunurinn yfir 60% í 23 tilvikum.