Síðastliðinn föstudag var Þorsteinn Jónatansson jarðsunginn frá Akureyrarkirkju, en hann starfaði áratugum saman á skrifstofu verkalýðsfélaganna og síðar á skrifstofu Einingar. Þorsteinn var gerður að heiðursfélaga í Einingu-Iðju þann 27. apríl 2005. Hér fyrir neðan má sjá það sem sagt var um Þorstein þegar hann varð gerður að heiðursfélaga.
Þorsteinn Jónatansson var starfsmaður stéttarfélaga á Akureyri í 25 ár sat í stjórnum fjölmargra félaga sem tengjast Einingu-Iðju. Hefur tekið saman mikil gögn er varða sögu allra stéttarfélaga sem eru undanfarar núverandi félags. Hann hefur verið manna fróðastur um málefni verkalýðsfélaga í Eyjafirði og með réttu verið uppfræðari þeirra sem nú eru í forustu félaga á svæðinu. Einnig hefur hann gengt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum fyrir verkalýðshreyfinguna.
Hér má lesa viðtal við Þorstein sem birtist í blaði félagsins í desember 2004