Í dag verður Jóna Berta Jónsdóttir jarðsungin frá Akureyrarkirkju. Jóna Berta var gerð að heiðursfélaga í Einingu-Iðju þann 27. apríl 2005. Við kveðjum Jónu Bertu með þakklæti fyrir allt það sem hún gerði fyrir verkafólk innan Einingar-Iðju og alla aðra sem hún veitti vinsemd og hlýju.
Hér fyrir neðan má sjá það sem sagt var um hana þegar hún var gerð að heiðursfélaga.
Jóna Berta Jónsdóttir var lengi trúnaðarmaður bæði á verksmiðjum Sambandsins og á Fjórðungssjúkrahúsinu. Hún sat lengi í trúnaðarmannaráði og ýmsum nefndum og ráðum hjá félaginu. Hún var einnig fulltrúi félagsins í Mæðrastyrksnefnd Akureyrar árum saman, þar sem hún var formaður um langt skeið. Hún vann þar mjög óeigingjarnt starf hlaut fyrir það mikla aðdáun samborgara sinna.