Haustfundur fulltrúaráðs Stapa lífeyrissjóðs

Stjórn Stapa hefur boðað til fulltrúaráðsfundar á morgun, miðvikudaginn 8. desember, kl. 16:00. Fulltrúaráðið er samkvæmt samþykktum sjóðsins skipað þeim aðilum sem voru fulltrúar launamanna og atvinnurekenda á ársfundi sjóðsins fyrr á árinu. Félagið átti rétt á að senda 42 fulltrúa á síðasta ársfund Stapa og hafa þeir verið boðaðir á þennan fund.

Fundurinn verður rafrænn og hafa fulltrúar fengið sendan hlekk á fundinn í tölvupósti ásamt leiðbeiningum varðandi innskráningu.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 

  1. Setning fulltrúaráðsfundar
    Tryggvi Jóhannsson, stjórnarformaður
  2. Lykiltölur úr afkomu 
    Jóhann Steinar Jóhannsson, framkvæmdastjóri
  3. Framvinda fjárfestingarstefnu og fjárfestingarstefna 2022
    Brynjar Þór Hreinsson, forstöðumaður eignastýringar
  4. Spá um hækkandi lífaldur
    Jóhann Steinar Jóhannsson, framkvæmdastjóri
  5. Önnur mál