Haustfundur fulltrúaráðs Stapa lífeyrissjóðs

Stjórn Stapa hefur boðað til fulltrúaráðsfundar á morgun, þriðjudaginn 24. nóvember, kl. 17:00. Fulltrúaráðið er samkvæmt samþykktum sjóðsins skipað þeim aðilum sem voru fulltrúar launamanna og atvinnurekenda á ársfundi sjóðsins fyrr á árinu. Félagið átti rétt á að senda 42 fulltrúa á síðasta ársfund Stapa og hafa þeir verið boðaðir á þennan fund.

Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu verður fundurinn rafrænn. Upplýsingar um skráningu eru í fundarboði.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Lykiltölur úr rekstri og framvinda fjárfestingarstefnu
     Jóhann Steinar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stapa

Fjárfestingarstefna 2021
     Brynjar Þór Hreinsson, fjárfestingarstjóri Stapa