Handagangur í öskjunni

Í gær kl. 10:00 var opnað á netinu fyrir það sem enn var laust í sumar hvað varðar orlofshús og íbúðir. Hægt var að hafa samband við skrifstofur félagsins til að fá upplýsingar um lausar vikur. Óhætt er að segja að það hafi verið handagangur í öskjunni frá kl. 10:00 og fram eftir degi. Félagsmenn voru duglegir að fara inn á orlofsvef félagsins til að skoða hvað væri laust og bóka en þrátt fyrir það stoppaði síminn varla á skrifstofunum.

Eins og staðan er núna eru 40 lausar vikur í sumar af tæplega 400 sem í boði eru innanlands. Á Spáni eru í boði níu tímabil í sumar (tvær vikur í senn), þrjú síðustu tímabilin eru farin og því eru sex þeirra enn laus.

Laus tímabil

  • Júní - 17 vikur, þar af 13 á Illugastöðum
  • Júlí - allt farið
  • Ágúst - 23 vikur, þar af 14 á Illugastöðum og 5 í Reykjavík.

Lausar íbúðir og hús má sjá á Orlofsvef félagsins