Nýlega voru lög númer 42/2010 um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum uppfærð. Nú er leyfilegt að beita atvinnurekanda hærri dagsektum en áður en í 6. gr. laganna eru skýr ákvæði varðandi dagsektirnar. Þar kemur m.a. fram að hægt sé að beita atvinnurekanda dagsektum allt að 1 milljón króna á dag m.a. ef eftirlitsfulltrúa er neitað um aðgengi að vinnustöðum atvinnurekanda. Þessi upphæð var áður kr. 100.000
Einnig er hægt að beita sektum til dæmis ef starfsmenn eru ekki með vinnustaðaskírteini. Þessar heimildir sýna ágætlega alvarleika málsins og því mikilvægt að atvinnurekendur séu vel með á nótunum um innihald laganna og jafnframt taki á móti eftirlitsaðilum þegar þeir eru á ferðinni.
Vilhelm Adolfsson, er eftirlitsfulltrúi 14 stéttarfélaga sem eru starfandi í Eyjafirði og á Norðurlandi vestra. Markmið vinnustaðaskírteina og eftirlits á vinnustöðum er að tryggja að atvinnurekendur og starfsmenn þeirra fari að gildandi lögum, reglugerðum og kjarasamningum.
Hér má nálgast lögin og hér má nálgast nánari upplýsingar um vinnustaðaeftirlit og vinnustaðaskírteini..