Hækkun styrkja úr sjúkrasjóði

Á síðasta fundi stjórnar sjúkrasjóðs var samþykkt að hækka ýmsa styrki sem greiddir eru úr sjúkrasjóði félagsins. 

Frá og með 1. janúar sl. hækkuðu eftirfarandi styrkir:

  • Sálfræðiviðtöl verði að hámarki 7 skipti á ári (50% af reikn) (var 5 skipti)
  • Heyrnartækjastyrkir hækki í kr. 50.000.- á þriggja ára fresti (úr 25.000) (35% af reikn)
  • Gleraugnastyrkir hækki í kr. 40.000.- á þriggja ára fresti (úr 25.000) (35% af reikn)
  • Líkamsrækt hækki í kr. 20.000.- á ári (úr 15.000) (35% af reikn)
  • Laseraðgerðir hækki í kr. 50.000.- á ári (úr 40.000)
  • Tækni- og glasafrjóvgun hækki í kr. 50.000.- (úr 40.000) þó aldrei hærri en 50% af reikningi.
  • Útfararstyrkir hækki í kr. 360.000.- (úr 300.000) (til lífeyrisþega 80.000, óbreytt)
  • Aðrar styrkumsóknir sem kunna að berast til sjúkrasjóðsins skulu að jafnaði ekki vera hærri en kr. 50.000,  en skulu þó metnir af stjórn ef um verulegar upphæðir er að ræða. 

Hér má lesa meira um styrki og dagpeninga sem greiddir eru úr sjúkrasjóðnum.