Hækkun styrkja úr sjúkrasjóði

Á síðasta fundi stjórnar sjúkrasjóðs var samþykkt að hækka ýmsa styrki sem greiddir eru úr sjúkrasjóði félagsins. 

Frá og með 1. janúar sl. hækkuðu styrkir vegna kaupa á heyrnartækjum og gleraugnaglerjum úr kr. 15.000 í  kr. 25.000 á þriggja ára fresti. Styrkur vegna líkamsræktar hækkaði úr kr. 10.000 í kr. 15.000 á ári. Aðrir styrkir, s.s. laseraðgerðir á augum og glasa/tæknifrjóvgun sem hafa verið kr. 30.000 hækkuðu í kr. 40.000.

Hér má lesa meira um styrki og dagpeninga sem greiddir eru úr sjúkrasjóðnum.