Miðstjórn ASÍ sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna vaxtahækkunar Seðalabankans fyrr í dag.
Miðstjórn ASÍ lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með þá ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti í dag og mun þessi ákvörðun ekki auðvelda að sátt náist í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Nú þegar eru stýrivextir hér á landi margfalt hærri en í nágrannalöndunum og vaxtastigið hefur veruleg áhrif á lífskjör almennings og möguleika fólks til að sjá fyrir sér.
Ef takast á að bæta lífskjör hér á landi í komandi kjarasamningum þurfa allir að leggjast á eitt og er peningastefnunefnd Seðlabankans, þar alls ekki undanskilin.