Hækkun á hámarki einstaklingsstyrkja Landsmenntar

Minnum félagsmenn aftur á að frá og með 1. júlí sl. hækkuðu einstaklingsstyrkir Landsmenntar í hámarkið kr. 75.000. Stóri styrkurinn hækkaði að sama skapi í kr. 225.000, en félagsmenn sem ekki hafa nýtt sér rétt sinn síðustu þrjá ár, eiga rétt á styrk allt að kr. 225.000 fyrir eitt samfellt nám/námskeið skv. reglum sjóðsins. Ferðakostnaður vegna náms getur að hámarki orðið kr. 75.000  sem hluti af kostnaði náms/námskeiðs í þessu tilviki.

Breytingin gildir gagnvart námi/námskeiði sem hefst eftir 1.júlí nk.

Með þessari breytingu verður hámark einstaklingsstyrkja Landsmenntar eins og hjá Starfsafli, Sveitamennt, Ríkismennt, Flóamennt og fleiri sambærilegum sjóðum.

Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Aðildarfélögin eru 16 og er þar um að ræða stéttarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands.