Gylfi Arnbjörnsson var endurkjörinn forseti Alþýðusambandsins á þingi sambandsins í dag. Gylfi hlaut 74,5% eða 201 atkvæði en Ragnar Þór Ingólfsson 69 atkvæði eða 25,5%. Atkvæði greiddu 275 og voru 270 atkvæði gild en 5 skiluðu auðu. Stuðningurinn við Gylfa er meira afgerandi nú en fyrir tveimur árum þegar Ragnar Þór bauð sig einnig fram gegn honum.
Gylfi Arnbjörnsson var fyrst kjörinn forseti ASÍ árið 2008 og hann er því að hefja fjórða kjörtímabil sitt í embætti forseta.