Í gær fór fram aðalfundur Svæðisráðs Hríseyjar og Dalvíkurbyggðar. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu var fundurinn rafrænn og er það í fyrsta sinn sem fundur sem þessi er haldinn á þann hátt. Á fundinum var Guðrún J. Þorbjarnardóttir kosin aftur sem svæðisfulltrúi svæðisráðsins, en hún bauð sig ein fram í stöðuna. Sigríður Þ. Jósepsdóttir, var aftur kjörin varasvæðisfulltrúi. Svæðisfulltrúar sitja í aðalstjórn félagsins fyrir hönd síns svæðis og eru varamenn sjálfkjörnir í trúnaðarráð.
Á fundinum fór Björn, formaður félagsins, einnig yfir niðurstöður nýlegrar kjarakönnunar félagsins.
Fundurinn var túlkaður yfir á pólsku.