Í gær fór fram aðalfundur Opinberu deildar félagsins. Mjög góð mæting var á fundinn sem, vegna aðstæðna í þjóðfélaginu, var rafrænn þetta árið. Á fundinum urðu formannsskipti en Sigríður sem gegnt hefur embættinu frá því deildin var stofnuð þann 17. febrúar 1998 ákvað að gefa ekki kost á sér áfram.
Í byrjun fundar flutti Sigríður K. Bjarkadóttir, þáverandi formaður deildarinnar, skýrslu stjórnar, og að því loknu var gengið til kosninga um stjórnarmenn deildarinnar. Kjósa þurfti um fimm af níu stjórnarmönnum deildarinnar.
Kosið var til tveggja ára um formann, ritara og þrjá meðstjórnendur. Úr stjórn áttu að ganga Sigríður K. Bjarkadóttir formaður, Anna Dóra Gunnarsdóttir ritari og meðstjórnendurnir Andreea Georgiana Lucaci, Þórhalla Þórhallsdóttir og Tómas Jóhannesson.
Sigríður, Þórhalla, Anna Dóra og Tómas voru búin að ákveða að gefa ekki kost á sér áfram í stjórn deildarinnar.
Guðbjörg Helga Andrésdóttir, varaformaður, bauð sig fram til formanns. Guðrún Valdís Eyvindsdóttir bauð sig fram í embætti ritara. Andreea Georgiana Lucaci, Bergur Þór Jónsson og Ólöf María Olgeirsdóttir buðu sig fram í embætti meðstjórnenda. Engin mótframboð bárust og því voru þau sjálfkjörin.
Þar sem Guðbjörg Helga var kosin í embætti formanns þurfti einnig að kjósa í embætti varaformanns til eins árs. Ingibjörg María Ingvadóttir meðstjórnandi bauð sig fram í það og var kjörin einróma. Þar sem Ingibjörg var kjörin varaformaður þurfti líka að kjósa einn meðstjórnanda til eins árs. Ágústa Ósk Guðnadóttir bauð sig fram í það og var kjörin einróma.
Formenn og varaformenn deilda sitja í aðalstjórn félagsins.
Í næstu stjórn verða því eftirfarandi stjórnarmenn
Til aðalfundar 2023
Til aðalfundar 2022
Í lok fundar bað Sigríður, fyrrum formaður, um orðið og sagði: „Þetta er minn síðasti aðalfundur deildarinnar sem formaður hennar en því embætti hef ég gegnt frá því deildin var stofnuð þann 17. febrúar 1998. Ég hef jafnframt setið í aðalstjórn Einingar og svo Einingar-Iðju allan þann tíma. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum sem ég hef starfað með í gegnum árin hjá félaginu. Ég óska nýkjörnum formanni og nýkjörinni stjórn deildarinnar til hamingju með kosninguna. Ég óska stjórninni alls hins besta í áframhaldandi baráttu fyrir félagið og okkar félagsmenn.“
Guðbjörg fékk þá orðið og þakkaði fyrir það traust sem henni var sýnt með kjósa hana sem nýjan formann deildarinnar. "Það að taka við deildinni er mikil áskorun sem ég er til í að taka með góðu fólki, bæði innan stjórnar og félaga í deildinni. Það er enginn vafi í mínum huga að áfram mun ríkja samstaða innan deildarinnar og félagsins í heild eins og hefur verið undanfarin ár.
Ég þakkar þeim sem láta af störfum í stjórn deildarinnar þeim Tómasi, Önnu Dóru og Þórhöllu og ekki síst Siggu Bjarka fyrir sín störf sem formaður deildarinnar í 23 ár. Sigga hefur verið mjög ötul að sinna sínu starfi og oft verið í hörðum samningum fyrir félagsmenn deildarinnar. Hún hefur ávallt haft mjög sterkar skoðanir á því hvað kæmi hennar fólki best. Baráttukona sem nú skilar góðu búi til okkar, takk öll fyrir frábært starf og gangi ykkur vel í því sem fram undan er hjá ykkur í lífinu.
Einnig bíð ég nýja stjórnarmenn velkomna til starfa. Að lokum óska ég öllum velfarnaðar á komandi starfsári og segir fundi slitið.“