Grenivík: Róbert er nýr svæðisfulltrúi

Róbert og Þórey
Róbert og Þórey

Í gær var haldinn almennur félagsfundur á Grenivík. Fyrir fundinn var ljóst að sitjandi svæðisfulltrúi, Marzibil E. Kristjánsdóttir, gæfi ekki kost á sér til áfram. Engin mótframboð komu gegn þeim sem tilnefnd voru og er Róbert Þorsteinsson því nýr svæðisfulltrúi á Grenivík til næstu tveggja ára. Hann kemur jafnframt nýr inn í stjórn félagsins því svæðisfulltrúar Einingar-Iðju sitja í stjórn félagsins. Marzibil gat ekki verið viðstödd fundinn vegna veikinda en Björn þakkaði henni eigi að síður fyrir góð störf í þágu félagsins á undanförnum árum.

Þórey Aðalsteinsdóttir mun sitja áfram sem varasvæðisfulltrúi. Þar með er hún sjálfkjörin í trúnaðarráð félagsins.

Á fundinn mættu frá skrifstofu félagsins á Akureyri Björn Snæbjörnsson formaður, Anna Júlíusdóttir varaformaður, Anna Guðný Guðmundsdóttir, verkefnastjóri og ráðgjafi hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði, og Ásgrímur Örn Hallgrímsson, upplýsingafulltrúi félagsins.