Í gær fór fram aðalfundur Svæðisráðs Grýtubakkahrepps. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu var fundurinn rafrænn. Fyrir fundinn var ljóst að sitjandi varasvæðisfulltrúi, Þorsteinn Þormóðsson, gæfi ekki kost á sér áfram þar sem hann er fluttur af svæðinu. Engin mótframboð komu gegn þeim sem tilnefnd voru og er Guðlaug Sigríður Tryggvadóttir því nýr varasvæðisfulltrúi á Grenivík til næstu tveggja ára. Róbert Þorsteinsson mun áfram sitja sem svæðisfulltrúi.
Svæðisfulltrúar sitja í aðalstjórn félagsins fyrir hönd síns svæðis og eru varamenn sjálfkjörnir í trúnaðarráð félagsins.
Á fundinum fór Björn, formaður félagsins, einnig yfir niðurstöður nýlegrar kjarakönnunar félagsins.