Greitt úr Félagsmannasjóði SGS í annað sinn

Félagsmenn aðildarfélaga SGS, þar á meðal Einingu-Iðju, sem starfa hjá sveitarfélögum fá í samræmi við síðustu kjarasamninga greitt 1,5% af launum sínum í Félagsmannasjóð SGS.

Í dag, 1. febrúar, var greitt úr sjóðnum í annað sinn, samtals tæplega 200 milljónir króna til u.þ.b. 4.400 félagsmanna.

Félagsmönnum aðildarfélaga SGS, sem starfa hjá sveitarfélögum, og eiga eftir að sækja um í sjóðinn er bent á að fylla út þetta form. Fyrirspurnum varðandi greiðslur úr sjóðnum er hægt að koma á framfæri í tölvupósti á netfangið sgs@sgs.is

Greitt verður aftur úr sjóðnum 10. febrúar nk.