Á síðasta ári greiddi félagið út rúmlega 163,5 milljónir króna úr sjúkrasjóði til félagsmanna. Árið 2017 var upphæðin rúmlega 130,6 milljónir.
Dagpeningagreiðslur vega mest í upphæðinni en á síðasta ári fengu félagsmenn greidda tæplega 126,8 milljón króna í dagpeninga miðað við 97,5 milljónir árið á undan. Dagpeningagreiðslur geta verið vegna eigin veikinda, mjög alvarlega veikinda maka eða langveikra og/eða alvarlegra fatlaðra barna.
Aðrar greiðslur úr sjúkrasjóði námu alls rúmlega 31,2 milljónum kr. miðað við rúmlega 29,3 milljónir kr. árið 2017. Þarna má m.a. nefna greiðslur vegna líkamsræktar, sjúkraþjálfunar og sjúkranudds, viðtöl við sálfræðinga og geðlækna, gleraugnaglerja, heyrnartækja, krabbameinsleitar o.fl.