Greiðslur úr Félagsmannasjóði SGS

Í síðasta kjarasamningi við sveitarfélögin var samið um og stofnaður sérstakur félagsmannasjóður. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og verður greitt úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert. Grein 13.8 í samningi Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallar um félagsmannasjóðinn.

Greiðslur á árinu 2021, vegna ársins 2020
Vert er að minna aftur á að allir félagsmenn Einingar-Iðju sem störfuðu hjá sveitarfélagi á félagssvæðinu á tímabilinu frá 1. febrúar 2020 til 31. desember 2020 áttu að fá greitt úr félagsmannasjóði SGS 1. febrúar 2021. Starfsgreinasamband Íslands minnir þá félagsmenn Einingar-Iðju sem ekki hafa fengið greitt frá félagssjóði fyrir árið 2020 að það þarf að gefa upp reikningsupplýsingar til að tryggja að greiðsla úr sjóðnum berist til þeirra. Hægt er að skrá reikningsupplýsingar á heimasíðunni www.sgs.is undir flipanum Félagsmannasjóður.

Greiðslur á árinu 2022, vegna ársins 2021
Félagsmenn sem starfa núna eða störfuðu hjá sveitarfélagi á árinu 2021 munu fá greitt úr félagsmannasjóði 1. febrúar 2022. Nýir starfsmenn og þeir sem vilja breyta upplýsingum um bankareikninga þurfa að gefa upp reikningsupplýsingar til að tryggja að greiðsla úr sjóðnum berist til þeirra. Hægt er að skrá reikningsupplýsingar á heimasíðunni www.sgs.is undir flipanum Félagsmannasjóður.