Greiðslur í fyrsta sinn yfir 100 milljónir


Á síðasta ári greiddi félagið út rúmlega 112,1 milljón króna úr sjúkrasjóði til félagsmanna. Þetta er aukning um 13,7% milli ára en árið 2013 var upphæðin rúmlega 98,6 milljónir.

Dagpeningagreiðslur vega mest í upphæðinni en á síðasta ári fengu félagsmenn greidda rúmlega 84,1 milljón króna í dagpeninga miðað við 72,8 milljónir árið 2013. Þetta er hækkun um 15,2% milli ára. Dagpeningagreiðslur geta verið vegna eigin veikinda, mjög alvarlega veikinda maka eða langveikra og/eða alvarlegra fatlaðra barna.

Aðrar greiðslur úr sjúkrasjóði námu alls rúmlega 28 milljónum kr. miðað við tæplega 25,7 milljónir kr. árið 2013. Aukningin milli ára var 9,4%. Þarna má m.a. nefna greiðslur vegna líkamsræktar, sjúkraþjálfunar og sjúkranudds, viðtöl við sálfræðinga og geðlækna, gleraugnaglerja, heyrnartækja, krabbameinsleitar o.fl.