Í gær fór fram fundur í trúnaðarráði félagsins en í því eiga sæti 113 félagsmenn. Þar sem þetta var fyrsti fundur starfsársins fór Björn formaður yfir hlutverk ráðsins og hvernig kosið er í það. Því næst var tekin fyrir tillaga um fulltrúa félagsins á 44. þing ASÍ sem fram fer í október, en félagið á rétt á að senda níu fulltrúa á þingið.
Drífa Snædal, forseti ASÍ, var gestur fundarins, og fjallaði hún m.a. um stöðuna varðandi forsendur kjarasamninga. Mjög góðar umræður urðu undir þessum lið. Björn, formaður Einingar-Iðju, fór í lok fundar aðeins yfir starfið í félaginu á tímum Covid-19. M.a. sagði hann frá 18 fundum sem búið að skipuleggja í október með trúnaðarmönnum félagsins.