Í gær hélt félagið fund með stuðningsfulltrúum í skólum og leikskólum á félagssvæðinu. Mjög góð mæting var á fundinn þar sem Björn Snæbjörnsson, fór m.a. yfir hvernig vinna fer fram í sambandi við starfsmatið og hvernig störfin eru metin þar inn.
Björn kom með hugmynd um að mynda starfshóp til að fara yfir starfslýsingar vegna stuðningsfulltrúa og hvernig þær passa inn í núverandi starfsmat og var ákveðið að hrinda þeirri hugmynd í framkvæmd. Eftirtaldir einstaklingar voru skipaðir í starfhópinn: Kristín Alfreðsdóttir frá Giljaskóla, Jóna Guðný Jónsdóttir frá Síðuskóla, Elsa Benjamínsdóttir frá Lundarskóla, Valborg Karlsdóttir frá leikskólanum Hulduheimum og Anna Stefánsdóttir frá Brekkuskóla. Þær ásamt Birni og Önnu varaformanni munu fara yfir starfslýsingarnar.