Góður fundur í Fjallabyggð í gær

Í gær hélt félagið félagsfund á skrifstofu félagsins í Fjallabyggð. Björn formaður, Anna varaformaður, Ásgrímur upplýsingafulltrúi mættu á fundinn ásamt Ingva Vaclav sem túlkaði yfir á pólsku. Einnig mættu Margrét starfsmaður félagsins í Fjallabyggð og svæðisfulltrúi á Siglufirði, og Hafdís svæðisfulltrúi á Ólafsfirði.

Á fundinum kynnti Björn tillögur að fyrirhuguðum breytingum á lögum félagsins, fjallað var um félagafrelsi og farið yfir helstu niðurstöður úr kjarakönnun félagsins. Fín mæting var á fundin og urðu miklar og góðar umræður urðu um málefnin.