Góðir gestir á fundi stjórnar félagsins

Nú stendur yfir fundur í aðalstjórn Einingar-Iðju. Fundurinn hófst kl. 17:00 og eru fjölmörg mál á dagskrá  eins og alltaf. Fyrsti liður á fundinum er heimsókn heimsókn forseta, varaforseta og framkvæmdastjóra ASÍ. Þarna eru á ferð Drífa Snædal, forseti ASÍ, Kristján Þórður Snæbjarnarson 1. varaforseti ASÍ, Sólveig Anna Jónsdóttir 2. varaforseti ASÍ, Ragnar Þór Ingólfsson 3. varaforseti ASÍ og Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ.

Um er að ræða fyrsta fund, eða heimsókn, í hringferð ASÍ um landið þar sem þau munu á næstunni heimsækja stjórnir aðildarfélaganna. Á þessum fundum á sérstaklega að ræða um stöðuna á hverju svæði fyrir sig, áherslur ASÍ næstu mánuði og verkefni dagsins og fleira.