Góðir fundir í gær - fundur í Hrísey í dag kl 17:00

Íris, nýr varasvæðisfulltrúi félagsins á Dalvík
Íris, nýr varasvæðisfulltrúi félagsins á Dalvík

Í gær hélt félagið tvo almenna félagsfundi á svæðinu, en alls verða fundirnir fimm í vikunni. Fundirnir í gær fóru fram í Fjallabyggð og á Dalvík og var fín mæting á þá. Næsti fundur er í Hrísey í dag kl. 17:00.

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, fór yfir stöðu kjaramála, sérstaklega ræddi hann um stöðu samninga við SA. Hann fór einnig yfir nýlega viðhorfs- og kjarakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir félagið. Fínar umræður urðu um þessa liði. 

Í lok fundanna fór fram kosning svæðisfulltrúa og varamanns hans, en kosið er til tveggja ára í senn. Engin mótframboð bárust gegn sitjandi fulltrúum á Siglufirði og því verður Margrét Jónsdóttir áfram svæðisfulltrúi á Siglufirði og Sigrún V. Agnarsdóttir varamaður hennar. Á Dalvík var Íris Hauksdóttir kosin nýr varasavæðisfulltrúi en Freydís Antonsdóttir sem gegndi starfinu gaf ekki kost á sér. Engin mótframboð bárust gegn Sigríði Jósepsdóttur svæðisfulltrá á Dalvík og því mun hún sitja áfram. Svæðisfulltrúar sitja í aðalstjórn félagsins og varamenn eru í trúnaðarráði.

Næstu fundir

Í dag heldur félagið einn almennan félagsfund á svæðinu, í Hrísey kl. 17:00. Á morgun verður fundur á Akureyri kl. 20:00. Fundirnir verða túlkaðir á pólsku. Kaffiveitingar í boði. Félagar, fjölmennum!

  • Þriðjudagur 19. janúar 
    • *Hrísey: Í Hlein kl. 17:00
  •  Miðvikudagur 20. janúar
    • Akureyri: Í salnum á 4. hæð Alþýðuhússins kl. 20:00
  •  Fimmtudagur 21. janúar 
    • Grenivík: Gamli barnaskólinn kl. 17:00 

Dagskrá*:

  1. Kjaramál - sérstaklega verður rætt um um stöðu samninga við SA
  2. Könnun félagsins - helstu niðurstöður 
  3. Önnur mál. 

*ATH! Kosnir verða svæðisfulltrúar og varamenn fyrir Dalvík, Hrísey og Siglufjörð.