Góðgæti frá Orðakaffi

Í jólablaði félagsins sem kom nýlega út má m.a. finna eftirfarandi uppskriftir, en í ár fengum við Serenu Pedrana, sem rekur kaffihúsið Orðakaffi sem er á 1. hæð Amtsbókasafnsins á Akureyri, til að gefa lesendum blaðsins uppskriftir. Serena, sem er frá Ítalíu, segir að Orðakaffi sé lítið ítalsk kaffihús þar sem alla virka daga á milli kl. 12:00-13:30 sé boðið upp á hádegishlaðborð. Hún reynir að hafa réttina fjölbreytta, með salatbar, ítölsku „antipasti“ og auðvitað heimabökuðu brauði. Einnig eru í boði girnilegar samlokur sem eru úr þeirra "focaccia" eða úr heimagerðu súrdeigsbrauði og svo auðvitað ýmsar gerðir af sætabauði, kökur, súkkulaðibitar, smákökur og litríkur og góður Marengs. Orðakaffi er opið alla virka daga kl. 10:00-17:00. Hægt að fylgjast með hvað er í gangi hjá orðakaffi á Facebook síðunni “Orðakaffi. Eat, drink & more” og segir Serena að enginn muni sjá eftir því að gefa þeim eitt „like“ og fylgja þeim eftir á Instagram líka.

Hádegismatur fyrir 4-5 - Crespelle með Béchamel sósu, sveppum og skinku

Crespelle (crepes/pönnukaka)

  • 200 gr hveiti
  • 4 egg
  • 500 ml mjólk
  • salt
  • smjör

Byrjið á því að undirbúa crepes/pönnukökurnar. Í skál þarf að hræra saman hveiti, eggjum og klípu af salti. Til að byrja með þarf að hræra þetta saman með stuttum spaða eða skeið, því blandan er ennþá þurr og hörð og því er erfiðara að nota strax písk. Smám saman á að bæta mjólkinni við blönduna, hræið þangað til blandað verður slétt/mjúk.

Næst á að hita smjör á pönnu sem er á miðlungshita, smjörið þarf að vera það mikið að það hylji botninn. Steikið pönnukökuna í um 1 til 2 mínútur á hvorri hlið, eða þar til hún verður aðeins brúnleit. Gott er að nota spaða til að snúa kökunni. Það má búa kökurnar til deginum áður en á að borða þær. Leyfðu þeim að kólna vel áður en þeim er staflað upp. Þá er plastfilma sett yfir og geymt í kæli.

 

Béchamel sósa með sveppum og skinku

  • 100 gr smjör
  • 100 gr hveiti
  • 1 l mjólk
  • salt
  • múskat
  • 250 gr ferskir sveppir
  • hvítlaukur
  • ferskt steinselja
  • 200 gr fínt hökkuð soðin skinka

Bræðið smjörið í potti. Bætið hveitinu við og hrærið stöðugt þar til blandað byrjar að sjóða, ekki láta þetta brúnast. Smátt og smátt skal bæta við mjólk sem búið er að hita, pískið stöðugt. Bragðbættu með salti, múskat og smá pipar og hrærið þar til sósa er orðin eins og rjómi að þykkt. Setjið til hliðar.

Notið aðra pönnu til að elda sveppina með ólífuolíu, hvítlauk, smátt brytjaðri steinselju og smá salti. Steikið í um það bil 10 mínútur. Blandið sveppunum og soðnu skinkunni saman við sósuna sem þið gerðuð áðan. 

Nú þarf bara að dreifa sósunni á hverja crepes/pönnuköku, setjið um það bil á helming af hverri köku. Brjótið kökuna í tvennt eða í fernt og setjið í eldfast mót sem aðeins er búið að smyrja botninn með smjöri. Þetta er gert við allar kökurnar, en einnig má geyma nokkrar kökur til að nota sem eftirrétt eða morgunmat, þá er gott að dreifa yfir þær heslihnetum og flórsykri. 

Mitt „italian tiramisú!“

  • 6 stór ný egg
  • 200 gr sykur
  • 250 gr Mascarpone ostur
  • 1 eða 2 pakkar af „Italian Lady fingers“ (Savoiardi)
  • 2 stórir bollar af köldu espresso
  • Kakó eða fínt saxað dökkt súkkulaði til að sáldra yfir

Fyrst þarf að aðskilja eggin, sett í 2 skálar. Undirbúið kaffið og hellið á disk, setjið til hliðar.

Hrærið saman í stórri skál sykurinn og eggjarauðurnar vel með rafmagnsþeytara þar til þær verða ljósar og léttar. Bætið þá Mascarpone ostinum við, hrærið þetta varlega saman. 

Þeytið eggjahvíturnar þar til þær verða stífar. Blandið þeim svo varlega saman við ostablönduna með sleif.

Dýfið kexinu í kaffið og raðið með jöfnu millibili í u.þ.b. 19 cm stórt form.

Setjið u.þ.b. 1/3 af ostakreminu yfir og þekið kökurnar. Endurtakið tvisvar. Setjið plastfilmu yfir og kælið í a.m.k. tvo tíma. Dreifið að lokum vel af kakói eða söxuðu súkkulaði yfir.