Góð þátttaka mikilvæg

Gunnar Magnússon, formaður verkfallsnefndar Einingar-Iðju, segist binda vonir við að þátttakan í atkvæðagreiðslunni verði almenn.

Þéttur stuðningur við samninganefndina er lykilatriði. Ég heyri ekki annað en að kröfugerð Starfsgreinasambandsins falli í góðan jarðveg hjá félagsmönnum og þess vegna er mikilvægt að sem flestir kjósi. Kröfugerðin er sanngjörn, enda sýna allir útreikningar að venjulegt fólk getur ekki lifað af dagvinnulaununum eins og taxtarnir eru í dag. Margir benda á að dagvinnulaun verkafólks á hinum Norðurlöndunum séu 30% hærri en á Íslandi og það er auðvitað óviðunandi staða. Ég vil líka benda fólki á að ræða atkvæðagreiðsluna á vinnustöðum, þannig að sem flestir kjósi,“ segir Gunnar Magnússon.