Góð heimsókn frá ASÍ og Vörðu

Í gær komu þrír starfsmenn frá ASÍ og Vörðu í heimsókn til Akureyrar og voru með örnámskeið fyrir starfsmenn stéttarfélaga innan ASÍ um fjölbreytileikann í verkó. Þarna voru á ferð Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, sérfræðingur í málefnum útlendinga og flóttafólks hjá ASÍ, Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, og Saga Kjartansdóttir, túlkur og verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ.

Á námskeiðinu fjallaði Guðrún Margrét m.a. um fólksflutninga og breytileika á vinnumarkaði og Saga fjallaði m.a. um mikilvægi túlkunar og þýðingar í starfinu. Góðar umræður urðu á námskeiðinu

Að námskeiðinu loknu funduðu þær með formönnum félagana og þeim starfsmönnum sem sjá um vinnustaðaeftirlit fyrir félögin.

Þetta var fyrsti fundur í hringferð þeirra um landið, sem átti reyndar vera búin, en vegna Covid þurfti að fresta henni þar til nú. Hringferðinni verður svo framhaldið næsta vetur.