Glæsilegar íbúðir í Álalind teknar í notkun

Fleiri myndir má sjá neðst í fréttinni
Fleiri myndir má sjá neðst í fréttinni

Fyrstu gestirnar mæta í nýjar og glæsilegar  íbúðir félagsins í Kópavogi í dag, 7. mars. Eins og áður hefur komið fram keypti félagið fimm nýjar íbúðir í Álalind 2 í Kópavogi sem er stærsta einstaka fjárfesting sem félagið hefur farið í. Um er að ræða fjórar fjögurra herbergja íbúðir og eina þriggja herbergja íbúð. 

Íbúðirnar eru í 5 hæða fjölbýlishúsi sem stendur við Álalind 2 í austurhluta nýs íbúðahverfis, Glaðheima, í Kópavogi. 25 íbúðir eru í fjölbýlishúsinu og er bílageymsla undir því. Íbúðahverfið liggur austan megin við Reykjanesbraut og felst sérstaða þessa íbúðarsvæðis m.a. í því hversu miðsvæðis það er í Kópavogi og í vaxandi svæðiskjarna höfuðborgarsvæðisins, Smáranum. Frábær staðsetning og steinsnar í Smáralindina! Stutt í alla þjónustu, afþreyingu, atvinnulíf, gönguleiðir og útivistarsvæði.

  • Myndir úr fjögurra herbergja íbúðunum: 203 - 204 - 303 304
  • Myndir úr þriggja herbergja íbúðinni: 405