Nýlega afhenti Eining-Iðja Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Hjálparstarfi kirkjunnar, Hjálpræðishernum og Rauða krossinum styrk að upphæð kr. 900.000.
Styrkurinn er notaður í samstarfsverkefni þessara fjögurra samtaka, en fyrir sjö árum ákváðu þessi samtök að taka höndum saman fyrir jólin og veita þeim aðstoð sem þurfa.
Rétt er að vekja athygli á því að þessir aðilar aðstoða fólk um allan Eyjafjörð, frá Fjallabyggð að Grenivík.