Styrkurinn verður notaður í samstarfsverkefni þessara fjögurra samtaka Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins og Rauða krossins. Samstarfið var sett á laggirnar til að einfalda málið, en nú þarf einungis að sækja um aðstoð á einum stað Rétt er að vekja athygli á því að þessir aðilar aðstoða fólk um allan Eyjafjörð, frá Siglufirði að Grenivík.
Þetta er í fjórða sinn sem þessi samtök taka höndum saman fyrir jólin og veita þeim aðstoð sem þurfa. Í fyrra var úthlutað um 360 styrkjum í formi greiðslukorta sem hægt var að versla fyrir í ákveðnum verslunum. Fram kom, er styrkurinn var veittur, að mjög mikið af ungum öryrkjum eru að sækja í mataraðstoðina fyrir jólin og að því miður virðist se fjöldi styrkumsókna ekki fækka milli ára.
Félögin átta sem færðu nefndinni styrk eru Eining-Iðja, Byggiðn – Félag byggingamanna, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni, Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Sjómannafélag Eyjafjarðar, Sjómannafélag Ólafsfjarðar og Berg félag stjórnenda.
Ef einhverjir fleiri vilja leggja átakinu lið þá er hægt að leggja inn á reikning verkefnisins, (0302-13-175063, kt. 460577-0209) Munið, margt smátt gerir eitt stórt.
Á myndinni eru forsvarsmenn nokkurra stéttarfélaga sem veittu styrkinn og félaganna fjögurra sem hann fengu.