Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri færðu í gær endurhæfingarstöðinni á Kristnesi níu sjónvarpstæki. Um er að ræða þrjú 48“ sjónvörp og sex 32“ tæki sem sett verða upp á setustofum spítalans sem og inn á nokkur herbergi.
Eining-Iðja, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri ásamt Jóhanni Rúnari Sigurðssyni, formanni FMA, veittu veglegan styrk í verkefnið. Fyrirtækið Ormsson ehf. gaf verulegan afslátt af verði tækjanna og Höldur ehf. lánaði bíl til að flytja sjónvarpstækin í Kristnes.
Það er einlæg von þeirra sem að gjöfinni standa að hún muni nýtast skjólstæðingum spítalans sem allra best.
Markmið Hollvinasamtaka SAk er að styðja við og styrkja starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri. Skal það gert með því að vekja athygli á og hvetja til eflingar starfseminnar á opinberum vettvangi í samráði við yfirstjórn sjúkrahússins og eins með öflun fjár til styrktar starfseminni.
Nánari upplýsingar um samtökin má finna hér.
Til að skrá sig í Hollvinasamtök SAk er hægt að fylla út þetta skráningarblað.