Gallup könnunin - laun

Í nýrri Gallup könnun sem gerð var fyrir félagið voru margir þættir kannaðir, m.a. um heildarlaun og dagvinnulaun viðkomandi. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður er spurt var út í laun félagsmanna. 36% segjast vera sátt með laun sín miðað við 32,2% í fyrra. 34,9% eru ósátt miðað við 39,9% í fyrra. Fleiri konur en karlar eru ósáttari með launin og eins frekar eldri en þeir sem yngri eru. 

Heildarlaun

  • Hvað varðar heildarlaun varðar þá voru þau að meðaltali kr. 463.297 í ár miðað við kr. 442.828 í fyrra og kr. 408.354 árið 2015. 18,5% eru með lægri laun en 349.000. 47,7% eru með laun á bilinu 350.000 til 499.000 og 33,8% eru með 500.000 eða meira.
  • Ef meðal heildarlaun svarenda eru skoðuð milli kynja, þá eru karlmenn með kr. 502.738 en voru í fyrra með kr. 485.854. Konurnar eru með kr. 421.710 en í fyrra voru þær með kr. 397.463.
  • Meðal heildarlaun á Akureyri eru kr. 467.757, sem er hækkun um kr. 29.420 á milli ára. Á Dalvík kr. 444.468, sem er lækkun um kr. 10.420. Í Fjallabyggð kr. 463.974, sem er hækkun um kr. 3.635, og á öðrum stöðum í firðinum eru þau kr. 432.690.
  • Í marktækum svarhópum eru heildarlaun hæst á meðal Sérfræðinga, skrifst., sérmenntaðra starfsmanna og verkstjóra kr. 531.225 og svo koma bílstjórar, tækjastjórnendur, öryggisstarfsmenn og lagerstarfsmenn eða kr. 512.228. Lægstu meðalheildarlaun eru í hópnum stuðningsfulltrúar/skólaliði/leiðbeinendur/þjálfari eða kr. 363.261 og síðan kr. 411.849 hjá starfsmönnum í mötuneytum eða í veitingastörfum.  

Dagvinnulaun

  • Dagvinnulaunin hafa einnig aukist. Nú eru þau að meðaltali kr. 364.719 miðað við kr. 346.128 í fyrra og kr. 320.284 árið 2015. 46% eru með 349.000 eða lægra, 48,2% eru með laun á bilinu 350.000 til 499.000 og 5,8% eru með 500.000 eða meira. 
  • Ef meðal dagvinnulaun svarenda eru skoðuð milli kynja, þá eru karlmenn með kr. 367.993 en voru í fyrra með kr. 357.847, sem er 2,8% hækkun. Konurnar eru með kr. 360.810 en í fyrra voru þær með kr. 334.642, sem er 7,8% hækkun.

Rannsókn sem þessi er afar gagnleg og getur félagið stuðst við niðurstöðurnar á mörgum sviðum til hagsbóta fyrir félagsmenn. Stjórn félagins vill þakka öllum þeim sem þátt tóku í launakönnun félagsins í ár.