Gallup könnunin – Covid 19

Undanfarin ár hefur Eining-Iðja fengið Gallup til að gera umfangsmiklar viðhorfs- og kjarakannanir meðal félagsmanna. Þessar kannanir eru sambærilegar könnunum sem nokkur önnur félög innan verkalýðshreyfingarinnar hafa látið gera. Nú liggja fyrir niðurstöður könnunar ársins 2020.

Í könnuninni voru margir þættir kannaðir, m.a. var spurt hvort breytingar sem komið hafa upp í kjölfar Covid 19 séu varanlegar og munu halda áfram eða tímabundnar og munu breytast til baka um leið og farsóttinni linnir. 

  • 57,8% segja að það að fólk vinni meiri fjarvinnu heima sé tímabundið ástand.
  • 80% segja að það að fólk dregur almennt úr samskiptum í eigin persónu sé tímabundið ástand.
  • 82,4% segja að það að ferðast minna til útlanda sé tímabundið ástand.
  • 89,1% segja að það að fólk hafi dregið úr að mæta á samkomur, tónleika, leikhús og þess háttar sé tímabundið ástand.
  • 70,7% segja að það að fólki sinni í meira mæli hreinlæti og sóttvörnum sé varanlegt ástand.
  • Þegar spurt var hversu vel eða illa treystir þú íslensku ríkisstjórninni til að takast á við efnahagsleg áhrif Covid 19 þá sögðust 49,6% treysta henni vel en 17,5% sögðu illa. 32,9 svöruðu hvorki né.
  • Þegar spurt var hversu vel eða illa treystir þú íslensku ríkisstjórninni til að takast á við heilsufarleg áhrif Covid 19 þá sögðust 51,6% treysta henni vel en 18,1% sögðu illa. 30,3 svöruðu hvorki né.
  • 28,8% sögðust vera eða hafa orðið atvinnulaus hluta ársins vegna afleiðinga af Covid 19.
  • 12,1% sögðust hafa unnið einherja fjarvinnu heima vegna Covid 19 á síðustu sex mánuðum.
  • 80,4% töldu að viðbrögð síns vinnustaðar hafa hingað til verið við hæfi vegna Covid 19. 12,5% svöruðu of lítil og 7,1% sögðu of mikil. 

Niðurstöðurnar eru afar gagnlegar fyrir félagið því markmiðið er alltaf að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum félagsmanna, svo sem með því að semja um kaup og kjör og bættan aðbúnað við vinnu. Einnig þarf að gæta þess að áunnin réttindi séu virt. 

Stjórn félagins vill þakka öllum þeim sem þátt tóku í launakönnun félagsins í ár.